fbpx

Iceland Travel Tech

Iceland Travel Tech 2022

Þann 19. maí sl. var Iceland Travel Tech haldið í fjórða sinn. Að þessu sinni var viðburðurinn haldinn í Grósku, nýsköpunar og hugmyndarhúsi í Vatnsmýri. Viðburðurinn var einnig hluti af nýsköpunarvikunni sem fram fór í Grósku og á fleiri stöðum 16-20. maí.

Rúmlega 300 manns skráðu sig á viðburðinn, margir mættu á staðinn en einnig var boðið uppá upptöku af viðburðinum senda með rafrænum hætti.

Kynnar voru þær Ásta Kristín Sigurjónsdóttir og Inga Rós Antoníusdóttir
Viðburðinum var skipt upp í þrjú þemu en upptökur af erindum er að finna með að smella á yfirheiti hvers erindis:

Ný tækni: Er ég mögulega að missa af einhverju og hvað þarf ég að vita?

Þeir Maksim Izmaylov frá Winding Tree og Gísli Kristjánsson frá Monerium sögðu frá fyrirtækjunum tveimur. Winding Tree er vettvangur fyrir ferðaþjónustu til að selja vörur í gegnum bálkakeðju tækni sem byggð er á Ethereum. Monerium er fjártæknilausn sem einnig er byggð á bálkakeðjutækni og miðar að því að gera færslu fjármuna öruggari og stytta tímann sem það tekur að færa peninga á milli. Þeir sýndu fram á ágæti tækninnar með lifandi sýnidæmum fyrir þátttakendur í salnum.

Erindið: Easy Path to Sustainable Travel  (Sjá upptöku)

Praktísk tækni: Hvernig spara ég tíma og peninga? Í þessum hluta fræddust þátttakendur um þrjár áskoranir og lausnir sem þeim fylgdu.

Í fyrstu áskoruninni sem fjallaði um hótelbókanir og utan um hald fengum við Áslaugu Söru Hreiðarsdóttur frá Stracta Hotels. Hún sagði okkur frá þeim áskorunum sem hótelið stóð frammi fyrir varðandi bókanir og hvernig hægt var að leysa þær með bókunarkerfi GoDo. Því næst tók Ástþór frá GoDo við og sagði frá þeim möguleikum sem hin ýmsu kerfi fyrirtækisins bjóða uppá.

Erindi: Hótelbókanir og utanumhald (Sjá upptöku)

Í annarri áskoruninni sem fjallaði um greiðslukerfi og gjaldtöku töluðu þeir Ásbjörn Tryggvi Sveinbjörnsson frá Bílaleigu Akureyrar og Róbert Freyr Jónsson frá Stefnu. Fyrirtækin tvö hafa átt í gjöfulu samstarfi undanfarið til að leysa vandamál bílaleigunnar í sambandi við bílastæða og veggjöld. Með tæknilausn Stefnu var hægt að lækka kostnað og auka ánægju viðskiptavinarins með hagkvæmum hætti.

Erindi: Greiðslukerfi og gjaldtaka (Sjá upptöku)

Í þriðju áskoruninni sem fjallaði um tækni og netöryggi fengum við Lee Tipton, yfirmann tæknimála hjá AwareGO sem talaði um mikilvægi netöryggis þegar kemur að sjálfbærum rekstri. Gestir fengu bókina Cybersecurity for dummies eftir fyrirlesturinn þar sem hægt er að glöggva sig frekar á helstu atriðum til að gæta fyllsta öryggis í tækniheimum.

Erindi: Self-defense Techniques in Travel Tech   (Sjá upptöku)

Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, mætti síðan til að segja okkur frá nýjustu herferðinni sem er heldur óhefðbundin og best að njóta þess að horfa hér.

Erindi: OUT-HORSE your email  (Sjá upptöku)

Sjálfbærni og tækni: fer það saman?

Þriðja þema ráðstefnunnar tengdist sjálfbærni og tækni en við þurfum að leita allra leiða til að auka sjálfbærni í rekstri og þar kemur tæknin heldur betur sterk inn.
Hafrún Huld Þorvaldsdóttir sagði okkur frá spennandi hlutum sem eru að gerast í heimi deilihagkerfis rafbíla en frá 2015 hefur fyrirtækið e1 verið að þróa og hanna e1 appið sem snýr að samnýtingu hleðslustöðva.

Erindi: Fara framtíð ferðaþjónustu og orkuskipta saman?   (Sjá upptöku)

Fannar Jónsson umhverfis- og gæðastjóri Bláa Lónsins fjallaði um hringrásarhagkerfið í sambandi við rekstur lónsins. Í erindi sínu sagði Fannar frá því að sjálfbærni væri kjarni og uppspretta Bláa Lónsins en reksturinn er að verða 30 ára um þessar mundir.

Erindi: Circular economy and travel tech at the Blue Lagoon (Sjá upptöku)

Síðust á svið en alls ekki síðst voru þau Aríel Árnason og Alexandra Frank frá Súrefni og Breathe Iceland fjallaði um fyrirtækið sitt undir formerkinu „Fáum gestina með í lið!.“ Súrefni bíður uppá heildstæða þjónustu á markaði kolefnisjöfnunar. Þau framleiða vottaða kolefniseiningar sem nýta má á ábyrgan hátt á móti kolefnisspori. Með þessu móti skapast vettvangur á milli fjármögnunaraðila og sjálfbærra verkefna sem annars gætu talist óhagstæð eða ómöguleg í framkvæmd.

Erindi: Breathe Iceland – App – Fáum gestina með í lið  (Sjá upptöku)

Upplýsingar um IcelandTravelTech fyrri ára

IcelandTravelTech – NordicEdition 2021

Árið 2021 stóðu Íslenski ferðaklasinn og Ferðamálastofa að viðburðinum IcelandTravelTech. Með viðburðinum var ætlunin að tengja saman tækniaðila og ferðaþjónustu. Viðburðurinn fór fram þann 3.júní frá kl 13-16 og var haldin bæði í rafheimum en einnig í raunheimum. ITT er í ár með norrænu ívafi.

Facebook viðburð er að finna hér.

IcelandTravelTech 2019

IcelandTravelTech sýningin var haldin í fyrsta sinn í Hörpu þann 10. maí 2019. Þar var gestum boðið að kynna sér starfsemi framsækinna tæknifyrirtækja í ferðaþjónustu.

Sýnendur

Gull
Origo
Valitor
SAHARA
Ferðamálastofa

Silfur
Bláa Lónið
Roomer PMS

Brons
Gagarín
Smart Guide
Ferðavefir
Travelade
Computer Vision

Aðrir sýnendur voru
Central Pay 
Sponta ehf.
Wapp-Walking app
GoDo
Sýsla ehf.
GetLocal
dcs plus
Sannir Landvættir

IcelandTravelTech 2020

Árið 2020 var ákveðið að færa Iceland Travel Tech alfarið á stafrænt form og var yfirskriftin: Hvernig sækjum við fram í breyttum heimi?

Tækni í hótelgeiranum og tækni til almennra framfara í fyrirtækjarekstri ferðaþjónustunnar voru í forgrunni.

Tveir aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar voru Paul Papadimitriou stofnandi Intelligencr, London og Signe Jungersted framkvæmdastjóri Group NAO í Danmörku. Ráðherra ferðamála opnaði ráðstefnuna en erindi voru flutt frá fimm öflugum aðilum í íslensku atvinnulífi. Sjá nánari dagskrá hér að neðan.

Paul Papadimitriou
Founder, Intelligencr, London

Paul is a voyageur, an explorer of the human behavior — who we are, what we feel,
how we build the future and what this all means to us.
His unique global footprint enables him to decipher global mythologies — our
experiential journeys shaped around a nomadic, augmented & tribal world.

Trained in global affairs, serial entrepreneur, and creative at heart, Paul advises a
variety or organizations, from venture to startups, corporates to public institutions,
ranging in a wide array of industries, from travel and fashion to finance or
technology.

His thinking appeared on The Economist, the Financial Times, ABC, Channel 4,
ABS-CBN or the Japan Times.

Signe Jungerstad
CEO Group NAO

Signe Jungersted is CEO and Founding Partner of Group NAO, an international innovation and strategy company that focuses on transformation across agendas and industries. Signe has been at the forefront of Copenhagen’s transformation in approaching tourism development as former Director of Development with Wonderful Copenhagen. She was lead designer and author of the destination’s 2020-strategy, which declared the end of tourism and set a new course towards people-based growth and localhood for everyone. Signe has led innovative initiatives charging the Chinese market, co-creating visitor experiences with cultural institutions, partnering with startups and taking a deep dive into locals’ perception of tourism.

Signe is Board Member of Odense City Museums and holds a Master’s degree in Political Science from the University of Copenhagen and executive education in management and leadership from MIT Sloan School of Management.

Markaðsmál til sóknar – Spilum til að vinna!

Ósk Heiða, Póstinum
Ósk Heiða Sveinsdóttir er forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins og með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði.
Ósk Heiða hefur mikla reynslu af markaðsmálum og stjórnum og hefur náð góðum árangri með fyrirtækjum bæði á B2B og B2C markaði, innanlands sem og erlendis. Fjögurra bransa kona, en áður en hún gekk til liðs við Póstinn starfaði hún að markaðsmálum í hátækni, smásölu og ferðaþjónustu og hefur því komið að markaðssetningu á öllu frá kjötfarsi til sjálfsafgreiðslulausna.
Ósk Heiða leggur mikla áherslu á að fyrirtæki hafi uppbyggingu sambanda við viðskiptavini sem leiðarljós og taki virkan þátt í samtali við þá. Sömuleiðis nýti sér öll tækifæri til sóknar sem felast meðal annars í því að nýta alla snertifleti við viðskiptavini til að koma persónuleika vörumerkisins til skila, því „ekki“ viðskiptavinur dagsins í dag er jafnvel besti viðskiptavinur morgundagsins. Spilum til að vinna.

Spjallmenni (e.Chatbots) – Leynast tækifæri

Sigurður Svansson, SAHARA
Sigurður Svansson er einn af stofnendum stafrænu auglýsingastofunnar SAHARA. Í dag starfar hann sem yfirmaður stafrænnar deildar fyrirtækisins þar sem hann kemur að fjölbreyttum verkefnum á sviði stafrænnar markaðssetningar, hvort sem það er ráðgjöf, uppsetning & stýring herferða, áætlunargerð eða efnisframleiðsla.

Sigurður hefur víðtæka reynslu á sviði markaðssetningar og þjónustu en fyrir stofnun SAHARA starfaði hann hjá Símanum þar sem hann lifði og hræðist í verkefnum tengdum sölu, þjónustu og endursölu ásamt því að starfa hjá Red Bull í 7 ár þar sem hann tók þátt í uppbyggingu vörumerkisins hér heima á Íslandi.

Í fyrirlestrinum fjallaði Sigurður um þau tækifæri sem felast í spjallmennum á sviði þjónustu og markaðssetningar. Fjöldi notenda á spjallkerfum eru orðnir fleiri en á samfélagsmiðlum auk þess sem töluverðar breytingar hafa átt sér stað síðustu misseri sem bjóða upp á allskonar tækifæri.

Verðlagning á nýjum tímum

Margrét Polly, Hótelráðgjöf
Margrét Polly er eigandi og ráðgjafi hjá Hótelráðgjöf. en hún hefur starfað á 5 stjörnu hótelum um allan heim og unnið bæði að því að opna og endurbæta gististaði á Íslandi.
Polly er menntuð á sviði Hótelstjórnunar, fjármálum fyrirtækja, alþjóðaviðskipta og Stjórnendamarkþjálfunar. Hún er núverandi kennari í hótelstjórnunarnáminu Cesar Ritz, í Opna háskólanum í Reykjavík.

Undanfarin 3 ár hefur hún unnið í samstarfi við Hótelstjórnunarkerfið Roomer PMS, þar sem hún hefur líka fengið að kynnast tæknihlið gistigeirans og þeirra fjölda lausna sem í boði eru til að einfalda starf stjórnendans.
Í erindi sínu á Iceland Travel tech fór Polly yfir hvernig best er að nýta tæknina til að fá hæstu möguleg verð fyrir hvert herbergi sem eru í sölu á hverjum tíma, auka gæði gististaðarins og það sem mikilvægast er, auka tekjur og lækka kostnað.

Nú ef ég ætti hótel í dag – Innleiðum réttu lausnirnar 

Steinar Atli, Origo
Steinar Atli er vörustjóri á ferðalausnasviði Origo en síðustu ár hefur hann leitt þróun á ýmsum hugbúnaðarlausnum tengdum ferðaþjónustunni. Helst má þar nefna bílaleigukerfið Caren, ferðaskipuleggjandann Driver Guide og hótel bókunarkerfið The Booking Factory.
Steinar Atli er menntaður viðskiptafræðingur með áherslu á fjármál og vann áður hjá fyrirtækjum á borð við Ferðaskrifstofu Íslands, Gray Line og Iceland Express ásamt því að vera stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Tour Desk. Steinar hefur gert það að starfi sínu að nýta tækni í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja en hann mun einmitt fara yfir tæknilegt landslag gististaða og hvað sé gott að hafa í huga nú þegar gististaðir af öllum stærðum og gerðum hafa tækifæri til að breyta til og koma til baka öflugri en þeir fóru inn í þá lægð sem nú gengur yfir.

Er hægt að flýta nýsköpun í ferðaþjónustu?

Bárður Örn Gunnarsson, Svartitindur og LAVA Centre

Bárður Örn er ráðgjafi í nýsköpun og markaðsmálum og hefur síðustu ár unnið mest fyrir ferðaþjónustu og útrás tæknisprota. Hann er framkvæmdastjóri Svartatinds sem sérhæfir sig í þjónustu við fyrirtæki með erlenda viðskiptavini eða erlent eignarhald. Hann er einnig framkvæmdastjóri LAVA Centre á Hvolsvelli og hefur m.a. unnið fyrir The Lava Tunnel, Perluna, Into the Glacier og Ferðamálastofu svo einhver séu nefnd.
Bárður vann áður sem framkvæmdastjóri upplýsingasviðs Nordic Innovation í Osló og vann m.a. að uppbyggingu Nordic Innovation House í Silicon Valley, New York og Abu Dhabi. Hann hefur einnig starfað á Ítalíu og í Grikklandi.