Lokaviðburður viðskiptahraðalsins Startup Tourism fór fram föstudaginn 28. Apríl síðastliðinn í Tjarnarbíó. Þar kynntu níu ný fyrirtæki í ferðaþjónustu viðskiptahugmyndir sínar fyrir fullum sal af fjárfestum, lykilaðilum í ferðaþjónustu á Íslandi og öðrum gestum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar flutti opnunarávarp og frumkvöðullinn Oliver Luckett fjallaði um vörumerkið Ísland. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka bauð gesti velkomna fyrir hönd bakhjarla verkefnisins.
10 fyrirtæki/hugmyndir voru valin úr hópi 94 umsókna en fjöldi umsókna jókst um 30% mili ára. Alls hafa því 20 fyrirtæki farið í gegnum Startup Tourism frá árinu 2016 en um framkvæmd verkefnisins sér Icelandic Startups í samvinnu við Íslenska ferðaklasann. Bakhjarlar að verkefniu eru frá Isavia, Bláa lóninu, Íslandsbanka og Vodafone.
Nýsköpunarumhverfið á íslandi einkennist af miklum krafti. Startup Tourism er tíu vikna viðskiptahraðall sem er sérsniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu. Verkefninu er ætlað að veita þeim faglega undirstöðu og hraða ferlinu frá því að hugmynd fæðist þar til viðskipti taka að blómstra. Í þrjá mánuði fá þátttakendur tækifæri til að þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar undir leiðsögn reyndra frumkvöðla, fjárfesta, lykilaðila innan ferðaþjónustunnar og annarra sérfræðinga og stjórnenda þeim að kostnaðarlausu.
Lokaviðburður Startup Tourism fór fram í Tjarnarbíó föstudaginn 28. apríl þar sem teymin kynntu viðskiptahugmyndir sínar fyrir fullum sal af fjárfestum og lykilaðilum innan ferðaþjónustunnar. Eitt þeirra hefur nú þegar hafið rekstur og er gert ráð fyrir að flest hinna geti hafið starfsemi strax í sumar og haust.
Áhugasamir geta kynnt sér teymin og starfsemi þeirra á heimasíðu Startup Tourism, www.startuptourism.is, en eftirtöld fyrirtæki kynntu hugmyndir sínar fyrir gestum viðburðarins.
- Deaf Iceland
Sérsniðin þjónusta og afþreying fyrir ferðamenn á táknmáli - Hælið, safn tilfinninganna
Setur um sögu berklanna á Kristnesi í Eyjafirði - IceYoga
Jógaævintýri á ferðalagi um landið - MyShopover
Smáforrit sem veitir aðgang að persónulegri þjónustu sem auðveldar verslun í ókunnu landi - Regnbogasafnið í Reykjavík
Einstök upplifun ljóss og lita á mærum myndlistar og vísinda - Sigló Ski Lodge
Áfangastaður og miðstöð fyrir náttúruunnendur á Norðurlandi - Sólvangur Icelandic Horse Center
Einstök og fjölbreytt upplifun á sönnum íslenskum hestabúgarði - The Cave People
Lifandi innsýn í manngerða hella sem eitt sinn voru heimili - Travelscope
Leitarvél sem finnur draumaferðina út frá óskum og sérþörfum