- This event has passed.
Segjum sögur í markaðssetnigu (storytelling) Á trúnó með Auði Ösp, 15.febrúar í Grósku (Fenjamýri)
febrúar 15@ 10:00 f.h. - 12:00 e.h.
Langar þig að læra að nota sögur til að auka sölu og styrkja tengsl við viðskiptavini en veist ekki hvar þú átt að byrja?
Næsta stefnumót Ferðaklasans fer fram í Fenjamýri, Grósku, 15.febrúar kl 10:00
Á þessari vinnustofu lærum við að finna sögurnar sem leynast nú þegar alls staðar í kringum okkur, vinna með þær og miðla þeim til viðskiptavina. Við skyggnumst aðeins inn í af hverju sögur virka í markaðsstarfi, sögur á mismunandi miðlum og fáum hagnýt ráð og tól til að vinna eigin sögur áfram.
Af hverju skipta sögur máli í ferðaþjónustu?
• Ferðaþjónusta er upplifunarvara þar sem upplifunin hefst um leið og hugmynd um ferðalagið kviknar.
• Sögur vekja upp tilfinningar hjá gestum og hjálpa þeim að tengjast vörumerkinu og áfangastaðnum • Sögur búa í höfði og hjörtum viðskiptavina löngu eftir að þeir eru farnir aftur heim.
• Sögur auka traust og trúverðugleika og hjálpa viðskiptavinum að taka ákvörðun um að eiga við þig viðskipti.
• Sögur breyta ferðalöngum í viðskiptavini og viðskiptavinum í dygga aðdáendur.
Stjórnandi vinnustofunnar er Auður Ösp Ólafsdóttir sem átti og rak ferðaþjónustufyrirtækið I Heart Reykjavík í áratug og byggði það upp með persónulegum sögum af landi og þjóð. Á þessari vinnustofu miðlar hún af reynslunni við að finna og skrifa sögur fyrir ferðamenn og hjálpar þér að skrifa næsta kafla í árangurssögu þíns fyrirtækis.
Þátttaka í öllum vinnustofum á vegum Feðaklasans er klasafélögum að kostnaðarlausu, aðrir greiða 4.900kr.
Ferðaklasinn er óhagnaðardrifið félag sem fær tekjur sínar í gegnum aðildagjöld, þátttökugjöld í verkefnum og verkefnastýringu. Hlutverk Ferðaklasans er að efla samvinnu þvert á greinar og hraða mikilvægum breytingum í átt að auknum árangri fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu. Verkfæri klasans eru verkefni á breiðum grunni en Ferðaklasinn hefur sett áherslu á eftirfarandi flokka:
Sjálfbærni, nýsköpun og stafræna þróun. Þar að auki er sterk áhersla á alþjóðlegar tengingar