fbpx

Fyrirlestur og ný skýrsla – Þjóðhagslíkan fyrir ferðaþjónustuna

Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Fyrirlestur og ný skýrsla – Þjóðhagslíkan fyrir ferðaþjónustuna

apríl 28, 2022@ 11:00 f.h. - 11:45 e.h.

Næsti fyrirlestur Ferðamálastofu og Ferðaklasans um áhugaverð rannsóknarverkefni fyrir ferðaþjónustu verður haldinn fimmtudaginn 28. apríl, kl. 11:00-11:45. Um er að ræða kynningu á stöðu vinnu gerð þjóðhagslíkans fyrir ferðaþjónustuna og tengingu þess við almennt þjóðhagslíkan Hagstofunnar. Fyrirlestrinum er streymt beint á Facebook.

Smellið hér fyrir upplýsingar um viðburð og beint streymi

Gagnsemi, áskoranir og álitaefni

Það eru Hagrannsóknir sf. sem vinna að gerð þjóðhagslíkans fyrir Ferðamálastofu. Sérfræðingar fyrirtækisins munu í fyrirlestrinum lýsa því líkani sem þeir eru með í smíðum og ræða ætlaða gagnsemi þess fyrir hagstjórn og stefnumótun, áskoranir og álitaefni við slíka vinnu. Upptaka af fyrirlestrinum verður einnig gerð aðgengileg á vefsíðu Ferðamálastofu.

Samhliða fyrirlestrinum birtir Ferðamálastofa nýja skýrslu Hagrannsókna sf. um hið nýja þjóðhagslíkan ferðaþjónustu, fyrir þá sem vilja kafa dýpra í viðfangsefnið. Í skýrslunni verður farið yfir alla mikilvægustu þætti líkansins með fræðilegum hætti.

Búa til betra greiningartæki fyrir stjórnvöld og atvinnugreinina

Um er að ræða áfanga í þriggja ára verkefni á vegum Ferðamálastofu sem ráðist var í haustið 2020 og lýkur skv. áætlun á næsta ári. Fullbúnu geiralíkani ferðaþjónustunnar er ásamt fyrirliggjandi þjóðhagslíkönum ætlað að verða mikilvægt tæki til högg- og aðgerðagreiningar fyrir stjórnvöld og greinina (m.a. við áföll og búhnykki), meta áhrif ferðaþjónustunnar á efnahagslífið í heild (s.s. VLF og atvinnustig) og áhrif annarra þátta efnahagslífsins (s.s. gengis, verðlags, atvinnustigs og skatta) á ferðaþjónustuna. Líkaninu er einnig ætlað að spá fyrir um framlag ferðaþjónustunnar til efnahagslífsins og hagvaxtar í framtíðinni á grundvelli spáa um umsvif í ferðaþjónustu.

Upplýsingar

Dagsetn:
apríl 28, 2022
Tími
11:00 f.h. - 11:45 e.h.