fbpx

Heimsókn MBA nema frá Háskóla Íslands

Þann 18. mars sl. komu MBA nemendur frá Háskóla Íslands í heimsókn til Íslenska ferðaklasans og Vísindagarða HÍ í Grósku.

Nemendurnir fræddust um Íslenska ferðaklasann og hlutverk hans í framtíð íslenskrar ferðaþjónustu. Einnig voru viðbrögð ferðaþjónustunnar við heimsfaraldrinum ofarlega á blaði og hvernig ferðaþjónustan er undirbúin undir sjálfbæra framtíð. Þema nemenda þessa dagana er hvernig væri best að fyrirbyggja að Ísland verði fyrir áfalli, bregðast við ef áfall ríður yfir og að byggja upp eftir áfall.

Að lokum fengu nemendurnir fyrirlestur frá Elísabetu Sveinsdóttur um Vísindagarða HÍ og héldu svo í göngutúr um Mýrina. Þar sem haldnar voru örkynningar á nokkrum spennandi nýsköpunarfyrirtækjum.