Komdu á trúnó með reynsluboltum í markaðssetningu. Meistara vinnustofan er samstarfsverkefni Ferðaklasans og Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins og fer fram í stóra sal Grósku, 23.maí kl 10:00 – 12:00
Við bjóðum aðildarfélögum okkar upp á Master Class í markaðssetningu í íslenskri ferðaþjónustu. Sérfræðingar í markaðsmálum sem hafa byggt upp vörumerki, staðið fyrir markaðsherferðum, rýnt í markhópana og unnið frábært starf fyrir íslenska ferðaþjónustu deila reynslusögum og veita innblástur.
Eftirfarandi erindi verða á Meistaratökum í markaðssetningu:
• Digi-tölum saman: Spjall um markaðsmál í nútíma samfélagi // Atli Björgvinsson, sérfræðingu í markaðsmálum
• Endurmörkun Icelandair: Embracing the spirit of Iceland // Gísli S.Brynjólfsson, markaðsstjóri Icelandair
• Icelandia vegferðin: Samþætting sterkra vörumerkja undir einn hatt // Inga Dís Richter, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Icelandia
• Upplifun er hafin við fyrstu heimsókn: Vefurinn, miðpunktur alls // Ragnheiður Haraldsdóttir, upplifunar- og markaðsstjóri Sky Lagoon
Þessi viðburður er fyrir aðildarfélaga Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins og Íslenska ferðaklasans og er skráning nauðsynleg.
Ferðaklasinn er óhagnaðardrifið félag sem fær tekjur sínar í gegnum aðildagjöld, þátttökugjöld í verkefnum og verkefnastýringu. Hlutverk Ferðaklasans er að efla samvinnu þvert á greinar og hraða mikilvægum breytingum í átt að auknum árangri fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu. Verkfæri klasans eru verkefni á breiðum grunni en Ferðaklasinn hefur sett áherslu á eftirfarandi flokka:
Sjálfbærni, nýsköpun og stafræna þróun. Þar að auki er sterk áhersla á alþjóðlegar tengingar