fbpx

Aðalfundur Íslenska ferðaklasans 12.júní

Kæri aðildafélagi að Íslenska ferðaklasanum.

Aðalfundur félagsins fer fram í Grósku þann 12.júní næstkomandi og hefst kl 15:00 – Fundurinn fer fram í Fenjamýri.

Hefðbundin aðalfundastörf skv samþykktum félagsins en í framhaldi ætlum við að lyfta glösum og fagna góðu starfsári sem nú er liðið. Við erum næstum viss um að á þessum tímapunkti hafi sumarið líka ákveðið að heiðra okkur með nærveru sinni svo við ætlum líka að skála fyrir því og komandi starfsári sem er aldeilis stútfullt af ævintýrum.

Ef þið hafið einhverjar vangaveltur eða spurningar þá hikið ekki við að heyra í mér.

Skv samþykktum á að auglýsa aðalfund með minnst tveggja vikna fyrirvara en það var gert í fréttabréfi í apríl – Við lítum því svo á að búið sé að ákveða dagsetninguna með góðum fyrirvara og vonum að það geti sem flestir mætt á svæðið.

Dagskrá aðalfundar er samkvæmt samþykktum félagsins: 

1.  Kosning fundastjóra og fundaritara
2.  Skýrsla stjórnar – Skilaboð frá stjórnarformanni
3.  Reikningar liðins starfsárs lagðir fram til samþykktar
4.  Tillaga stjórnar um félagsgjöld lögð fram til  samþykktar
5.  Kjör endurskoðanda eða endurskoðunarfélags
6.  Kosning stjórnar skv.10.gr
7.  Breytingar á ákvæðum samþykkta félagsins
8.  Önnur mál.