fbpx

Aðalfundur Íslenska ferðaklasans 2022

Aðalfundur Íslenska ferðaklasans verður haldinn í aðalsal Grósku þann 19.maí næstkomandi kl 11:00
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar vegna liðins starfsárs lögð fram
3. Reikningar liðins starfsárs lagðir fram til samþykktar
4. Tillaga stjórnar um félagsgjöld lögð fram til samþykktar
5. Kjör endurskoðanda eða endurskoðunarfélags
6. Kosning stjórnar skv. 10.gr
7. Breytingar á ákvæðum samþykkta félagsins
8. Önnur mál

Rétt til setu á fundinum eiga klasafélagar og samstarfsaðilar – Kosningarétt eiga klasafélagar sem eru í skilum með aðildagjöld frá síðustu mánaðarmótum.
Í framhaldi af fundinum eða frá kl 13-16 þennan sama dag er viðburður á vegum Iceland Travel Tech sem er samstarfsverkefni Ferðaklasans og Ferðamálastofu. Nánar má sjá um viðburðin hér en hann er einnig hluti af viðburðaríkri nýsköpunarviku sem fram fer dagana 16.-20. maí.  Alla dagskránna má sjá hér.