fbpx

Mannamót 2022

Þann 24. mars 2022 var Mannamót markaðsstofanna loksins haldið á ný eftir tveggja ára covid-bið í Kórnum í Kópavogi.
Árni Freyr Magnússon og Rakel Theodórsdóttir verkefastjórar hjá Íslenska ferðaklasanum voru fulltrúar klasans á svæðinu. Um 250 fyrirtæki hvaðanæva af á landinu komu saman eftir langa bið. Á Mannamótum gafst okkur tækifæri til að hitta klasaaðila ásamt þátttakendum í verkefnum og aðra samstarfsaðila.