fbpx

Íslenski ferðaklasinn og Paris&Co

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans átti á dögunum fund með fulltrúum Paris&Co sem fram fór í höfuðstöðvum félagins í París.

París&Co leikur lykilhlutverk í stuðningsumhverfi frumkvöðla í ferðaþjónustu og skapandi greinum í París og Frakklandi í heild. Stofnunin heldur utan um og fóstrar meira en 500 frönsk og alþjóðleg nýsköpunarfyrirtæki á hverju ári, greinir áskoranir, gerir kannanir og tilraunir sem varða nýsköpunarlausnir ásamt því að skipuleggja innlenda og alþjóðlega nýsköpunar og tækni viðburði. Einnig veitir Paris&Co frumkvöðlum vettvang til að tengjast um 100 risa fyrirtækjum og stofnunum á hverju ári.

Sem dæmi má nefna að undir merkjum Welcome City Lab hefur Paris&Co gefið út metnaðarfullt rit um stefnur og strauma í ferðaþjónustu sem hægt er að sjá hér.

Paris&Co eru samstarfsaðilar Íslenska ferðaklasans í evrópuverkefninu Tourbit en opnunarráðstefna þess verkefnis fer fram þann 6.apríl.