fbpx

Ratsjáin 2022

Ratsjáin er verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og getu til að þróa vörur og þjónustu. Íslenski ferðaklasinn leiðir verkefnið í samstarfi við RATA og Landshlutasamtök sveitarfélaga á Íslandi.
Ratsjáin verður keyrð með blönduðu sniði af rafrænni fræðslu, vinnustofum og verkefnalotum.

Ratsjánni er skipt upp í fjórar lotur að þessu sinni og samanstendur hver lota af tveimur vikum, í þeirri fyrri fáum við fræðsluerindi og innblástur og í þeirri seinni vinna fyrirtæki og stjórnendur saman í gegnum áskoranir, mismunandi þekkingu og reynslu sem þessi breiði hópur hefur. Það sem er einstakt að þessu sinni er að fyrirtæki frá öllu landinu eru samtengd í fyrsta skipti í Ratsjánni og eiga því tækifæri á að efla tengslanet sitt og möguleika til samvinnu til muna.

Það eru þátttakendur sjálfir sem kjósa hvaða málefni eru tekin fyrir með kosningu í umsóknarferlinu sjálfu. Þau málefni sem valin voru í þær fjórar lotur sem nú standa yfir eru:

# Lota 1: Markaðsmál, markhópurinn og sögur í ferðaþjónustu
# Lota 2: Upplifunarhönnun, vöruhönnun og kraftmiklar kynningar
# Lota 3: Stefnumótun, sérstaðan og samkeppnishæfni
# Lota 4: Framtíðin, breytingastjórnun og töfrar tengslanetsins

Þátttakendur í Ratsjánni 2022