fbpx

Aukum forskotið – Ábyrg ferðaþjónusta

Það er kominn tími til að tengja!
Heimsmarkmið – Sjálfbærnistefnu og Ábyrga ferðaþjónustu.

Á kynningarfundi þann 3.mars næstkomandi fer m.a fram kynning á fræðsluprógrammi Ábyrgrar ferðaþjónustu fyrir árið 2022 ásamt því að heyra í nokkrum lykil stjórnendum fyrirtækja, heyra mikilvæg skilaboð frá nýjum ráðherra ferðamála ásamt því að þekkja hvernig kaupendamarkaðurinn er að breytast með auknum og sýnilegum kröfum.

Dagskrá ársins í fræðsluprógrammi Ábyrgrar ferðaþjónustu er metnaðarfull og í fullu samræmi við þau markmið Íslands um að vera leiðandi í sjálfbærni árið 2030.

Fundurinn fer fram bæði á staðnum í Grósku, fundarsalnum Fenjamýri og í beinu streymi.
Meðal efnis á dagskrá þann 3.mars:

  • Ásta Kristín Sigurjónsdóttir – framkvæmdastjóri Íslenska Ferðaklasans
  • Lilja Dögg Alfreðsdóttir – ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra
  • Rakel Theodórsdóttir – verkefnastjóri Ferðaklasans
  • Reynslusaga fyrirtækis
  • Hvað segja kaupendur á erlendum mörkuðum?
  • Pallborðsumræður milli stjórnenda – stýrt af Jóhannesi Þór Skúlasyni framkvæmdastjóra SAF

Sjá facebook viðburð – Merktu þig til að fá allar nánari upplýsingar.

Fræðsluprógrammið sjálft hefst þann 17.mars. Þátttökugjald er 45.000.kr pr fyrirtæki/þátttakenda og verður mestur hluti efnisins kenndur með rafrænum hætti.
Flest stéttafélög/starfsmenntasjóðir niðurgreiða þátttökugjöld af fræðsluverkefni sem þessu.

Opið er fyrir skráningar í fræðsluprógrammið hér til 15 mars.


Það eru Íslenski ferðaklasinn og Samtök ferðaþjónustunnar sem eru framkvæmdaaðilar að Ábyrgri ferðaþjónustu. Samstarfsaðilar verkefnisins eru Ferðamálastofa, Festa, miðstöð sjálfbærni og samfélagsábyrgðar, Íslandsstofa, Markaðsstofur landshlutanna og Safe Travel. Verndari verkefnisins er forseti Íslands.