fbpx

Heimsókn frá Korsíku

Sendinefndin ásamt Ástu Kristínu framkvæmdastjóra Ferðaklasans

Á dögunum tók Ásta Kristín Sigurjónsdóttir á móti sendinefnd frá Korsíku. Sendinefndin samanstóð af fulltrúum frá Corsican office of Tourism og sendiráði Frakklands á Íslandi.

Á fundinum sagði Ásta Kristín frá stofnun og tilurð Ferðaklasans ásamt helstu verkefnum og klasafélögum ásamt því að heyra frá helstu áskorunum og tækifærum í ferðaþjónustu á Korsíku.

Áhugavert var að heyra hvað áfangastaðirnir tveir Ísland og Korsíka eiga mikið sameiginlegt þrátt fyrir að vera rúmlega 3000 km fjarlægð frá hvorum öðrum.