fbpx

What Works in Tourism

Þann 14. október sl. var alþjóðlega ráðstefnan What Works haldin í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Að þessu sinni var var kastljósinu beint að einni atvinnugrein, ferðaþjónustunni og því sem er að gerast í greininni víðvsegar um heim. Ráðstefnan var haldin í samstarfi Social Progress Imperative-stofnunarinnar, fyrirtækisins Cognito og Íslenska ferðaklasans. 

Þó viðfangsefni ráðstefnunnar að þessu sinni væri ferðaþjónusta þá var horft til þeirra þátta sem virka þegar sam­fé­lög eru byggð upp og hvernig hægt er að skapa fólki tæki­færi til að lifa því lífi sem það kýs að lifa og því spurningin „Hvernig áhrif hefur ferðaþjónusta á félagslegar framfarir?“ í forgrunni.

Sigurgestur Gunnlaugsson, verkefnastjóri hjá Reykjanesbæ kynnti fyrir gestum sögu Reykjanesbæjar með sérstöku tilliti til ferðaþjónustu og þeirra tækifæra sem felast í aukinni ferðaþjónustu á Reykjanesi. Þegar Sigurgestur hafði lokið máli sínu tók Þuríður H. Aradóttir til máls, en hún er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Reykjaness, í erindi sínu sagði hún frá þeim áskorunum sem fylgdu því að reka ferðaþjónustu í næsta nágrenni við eldgos og jarðskjálfta á meðan á heimsfaraldri stendur.

Chris Doyle hefur um árabil unnið að þróun áfangarstaða og sagði hann gestum frá upplifun sinni af svæðinu og landinu öllu. Sérstaklega þeim tækifærum sem felast í frekari uppbyggingu á Reykjanesi. Því næst tók Michael Green til máls en hann er framkvæmdastjóri Social Progress Imperative sem stendur að What Works ráðstefnunni. Í kynningu Michael sýndi hann fram á hvar ferðaþjónusta væri stödd í vegferðinni frá heimsfaraldri að heimsmarkmiðum S.Þ. Ásamt því að greina frá helstu hlutverkum ferðaþjónustu í sambandi við félagslega framþróun.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson tók þátt í ráðstefnunni og ræddi hann um mikilvægi Ábyrgrar ferðaþjónustu og hvatti gesti ráðstefnunnar til góðra verka í þessum málaflokki.

Mikill fjöldi sérfræðinga víðsvegar að úr heiminum lagði ráðstefnunni lið með þátttöku sinni í Hljómahöllinni, hvort sem það var á staðnum eða í gegnum stafræna tækni en í lok ráðstefnunnar voru áhugaverðar pallborðsumræður undir yfirskriftinni „Græn framtíð – von eða vonlaust?“ Þátttakendur í pallborðinu voru þau Signe Jungerstad, framkvæmdastjóri Group NAO, Bard Jervan, einn af eigendum Mimir AS, Milena Nikolova, PhD og CBO hjá beSmart og Ingi Þór Guðmundsson eigandi Nonna Travel. Þar vour til umræðu afleiðingar heimsfaraldursins ekki bara á ferðaþjónustu, hagkerfi heimsins og lífsgæði heldur líka umhverfisáhrif á jörðina. Í upphafi sáum við jákvæð áhrif sem fylgdu heimsfaraldrinum á umhverfið, færri bílar á vegunum og færri flugvélar á himni. Þrátt fyrir að stöðnun ferðaþjónustu hafi í upphafi verið lyftistöng fyrir umhverfismál þá hafði faraldurinn einnig slæmar afleiðingar í för með sér. Efnahagsþrengingar leiddu af sér að fjármögnun rannsókna á verndun plánetunnar hefur minnkað mikið ásamt því að ýmis verndunarverkefni hafa glatað fjármögnun sinni.

Fjöldi stuðningsaðila kom að ráðstefn­unni. Má þar helst nefna for­sæt­is­ráðuneytið, World Tra­vel and Tourism Council, Ferðamála­stofu, Atvinnuvegaráðuneytið, Icelanda­ir, Lands­bank­ann, Markaðsstofu Reykja­ness, Há­skóla Íslands, Kadeco, Lands­virkj­un, Viðskiptaráð, Bláa Lónið og Ice­land Monitor. Færum við þeim bestu þakkir fyrir.

Nokkur lykil skilaboð frá fyrirlesurum What Works 2021: 

„Málið snýst ekki um að velja á milli fjárhagslegrar eða samfélagslegrar velgegni, sjálfbærni er ekki samningsatriði. Við þurfum nauðsynlega að auka sjálfbærni í ferðaþjónustu“

„Félagsleg framþróun stuðlar að farsælu hagkerfi, sem dæmi hefur Kosta Ríka haft jákvæð áhrif á samfélagið með því að útbúa stefnur í ferðaþjónustu sem taka tillit til vellíðan, sjálfbærni og nýsköpun“

„Noregur er með nýja ferðaþjónustu stefnu þar sem tveir lykilþættir eru í brennidepli, stafræn þróun og áhersla á umhverfisvernd“

„Hvernig getur þú stuðlað að aukinni áherslu á félagslega framþróun í íslenskri ferðaþjónustu?“
„Ferðaþjón­ust­an er og verður drif­kraft­ur, drif­in áfram af fólki fyr­ir fólk sem sæk­ist eft­ir ein­stakri upp­lif­un og framúrsk­ar­andi þjón­ustu. Það er því mik­il­vægt að ígrunda hvernig fram­kvæma má slíka upp­lif­un með þætti sjálf­bærni að leiðarljósi.“