fbpx

27. júní – Hver er lykillinn að sjálfbærri þróun ferðamannastaða?

TÍMI: 27. júní 2017 kl. 14-16
STAÐUR: Harpa / Kaldalón
VERÐ: Opið öllum án endurgjalds

Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, kynnir í næstu viku nýja skýrslu um íslensk efnahagsmál. Slík skýrsla er gefin út á tveggja ára fresti. Í skýrslunni er að þessu sinni sérstök umfjöllun um stöðu ferðaþjónustunnar og í ljósi þess boðar fjármála- og efnahagsráðuneytið til málstofu í samstarfi við Seðlabanka Íslands og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Málstofan er öllum opin en yfirskrift hennar er What is the Key to Sustainable Destination Development in Iceland? (Hver er lykillinn að sjálfbærri þróun ferðamannastaða á Íslandi?)
Málstofan fer fram á ensku.