fbpx

Tölum um tölur!

Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Tölum um tölur!

júní 14, 2018@ 12:00 e.h. - 1:30 e.h.

Næstkomandi fimmtudag bjóðum við til hádegisfundar þar sem við ræðum tölur!
Fjöldinn allur af upplýsingum liggja fyrir mjög víða um allskyns atriði sem snerta ferðaþjónustufyrirtæki beint og óbeint en ógjörningur getur verið að grisja úr hvað skiptir raunverulegu máli og hvernig er hægt að nýta fyrirliggjandi gögn til að bæta reksturinn, sérhæfa sig enn meira og síðast en ekki síst nýta gögnin til að gera langtíma áætlanir.
Á fundinum förum við í stutt ferðalag um Mælaborð ferðaþjónustunnar með ferðamálastjóra Skarphéðni Berg og Jakob Rolfssyni, fáum sérfræðing í hagfræðideild Landsbankans til að rýna mikilvægustu tölur sem vert er að fylgjast með, Guðrúnu Þóru frá Rannsóknarmiðstöð ferðamála til að skoða hvað af þessum gögnum gagnast raunverulega fyrirtækjum og Bárð Örn Gunnarsson til að horfa á praktískar hliðar í fyrirtækjarekstri.
Á fundinum bjóðum við uppá hádegishressingu frá splunkunýrri Mathöll Granda og þarf því nauðsynlega að skrá sig á fundinn þannig að hægt sé að panta rétt magn af veitingum.
Fundurinn hefst kl 12:00 og stendur til 13:30
Fundurinn er klasafélögum að kostnaðarlausu en aðrir greiða 3.900kr.
Skráning fer fram hér. 
Hlökkum til að taka á móti ykkur í Húsi ferðaklasans.

Upplýsingar

Dagsetn:
júní 14, 2018
Tími
12:00 e.h. - 1:30 e.h.