fbpx

Spjall við arininn

Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Spjall við arininn

nóvember 1, 2019@ 4:00 e.h. - 6:00 e.h.

Hefurðu einhvern tímann setið og spjallað við arininn í Háskól­anum í Reykjavík?

Festa og Háskólinn í Reykjavík bjóða til “samtals við arininn” um innleið­ingu hringrás­ar­hag­kerf­isins á Íslandi, með einum helsta sérfræð­ingi í heimi frá nýsköp­un­ar­hug­veit­unni Sitra  í Finn­landi, Jyri Arponen.

Hrund Gunn­steins­dóttir, fram­kvæmd­ar­stjóri Festu, mun ræða við Jyri um hringrás­ar­hag­kerfið og hvernig Ísland getur lært af þeirri vegferð sem Finnar hafa farið, en þeir standa einna fremstir í heimi þegar kemur að því að innleiða hringrás­ar­hag­kerfið. Hvað þurfum við að gera til að verða hringrás­ar­hag­kerfi? Hvar liggja helstu tæki­færin? Áskor­an­irnar? Hvers­konar ný fyrir­tæki verða til í hringrás­ar­hag­kerfi? Hvaða breyting þarf að eiga sér stað í opin­berum geira? Er hringrásin fram­tíðin? Verð ég betri starfs­kraftur á Íslandi og erlendis ef ég þekki vel til hringrás­ar­hag­kerf­isins? Gestir munu fá tæki­færi til að taka virkan þátt í umræð­unum og varpa fram spurn­ingum.

Gestir koma víða að – úr stjórn­kerfinu, frá fyrir­tækjum, frjálsum félaga­sam­tökum, fjöl­miðlum og háskólum.  Endi­lega komdu líka.

Það kostar ekkert inn.

Allir eru hjart­an­lega velkomnir.

Svo bjóðum við upp á bjór, snakk og fleira gotterí frammi á gangi eftir á.

Upplýsingar

Dagsetn:
nóvember 1, 2019
Tími
4:00 e.h. - 6:00 e.h.