fbpx

Markaðssetning, sala og sérstaða – Opinn viðburður í Húsi ferðaklasans

Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Markaðssetning, sala og sérstaða – Opinn viðburður í Húsi ferðaklasans

febrúar 21, 2018@ 5:00 e.h. - 6:30 e.h.

Startup Tourism býður heim!

Miðvikudaginn 21. febrúar kl 17:00 stendur Startup Tourism fyrir viðburði um mikilvægi markaðssetningar og sölu í höfuðstöðvum sínum að Fiskislóð 10 á 2. hæð.

Við fáum til okkar tvo öfluga aðila úr ferðaþjónustu sem ætla að deila með okkur reynslu sinni og þekkingu!

Rakel Theodórsdóttir markaðs-og gæðastjóri Friðheima mun gefa góð ráð og tala um reynslu sína af markaðsmálum og sölu. Á stuttum tíma erFriðheimar orðinn einn heitasti viðkomustaður ferðamanna hér á landi og eru Kim Kardashan og Kanye West meðal þeirra ófáu sem hafa gætt sér á tómatsúpu í gróðurhúsinu.

Atli Sigurður Kristjánsson er markaðssamskiptastjóri Bláa Lónsins sem er eitt þekktasta vörumerki Íslands. Atli mun gefa gestum innsýn í markaðssetningu fyrirtækisins, hvernig vörumerkið hefur styrkst og eflst undanfarin ár og hvernig fyrirtækið stendur vörð um ímynd þess hér heima og erlendis. Um 1,3 millj­ón­ir gesta sóttu Blue Lagoon Iceland heim á nýliðnu ári og á markaðssetning án efa mjög stóran þátt í þessari miklu aðsókn.

—-

Fimm af tíu sprotafyrirtækjum sem taka þátt í Startup Tourism munu auk þess segja okkur nánar frá því hvað þau eru að fást við:

Propose Iceland: Viðburðaþjónusta fyrir ferðamenn á biðilsbuxum
Stórsaga: Víkingaheimur í Mosfellsdal
basicRM: Sjálfvirkni í verðlagningu fyrir ferðaþjónustu
Pure Magic: Leikhúsupplifun byggð á íslenskum sagnaarfi
HAVARÍ: Viðburðir, veitingar og gisting á lífrænu býli í Berufirði

Viðburðurinn verður sendur út í beinni útsendingu á Facebook síðu Startup Tourism:
https://www.facebook.com/StartupTourism

Veitingar í boði og allir velkomnir.
Við hlökkum til að taka á móti ykkur!

———-
Startup Tourism er viðskiptahraðall fyrir nýjar hugmyndir og fyrirtæki í ferðaþjónustu. Bakhjarlar verkefnisins eru Blue Lagoon Iceland,ÍslandsbankiIsavia og Vodafone IS. Samstarfsaðili verkefnisins er Íslenski ferðaklasinn / Iceland Tourism og um framkvæmd sér Icelandic Startups.
———-

Upplýsingar

Dagsetn:
febrúar 21, 2018
Tími
5:00 e.h. - 6:30 e.h.
Vefsíða:
https://www.facebook.com/events/344012609447667/

Staðsetning

Hús ferðaklasans
Fiskislóð 10
Reykjkavík, 101 Iceland
+ Google Map
Vefsíða:
www.icelandtoursim.is