Íslenski ferðaklasinn er á flugi og leitar eftir öflugum liðsauka.
Ferðaþjónusta hefur á stuttum tíma vaxið gríðarlega og leiðir nú íslenskt atvinnulíf.
Ferðaklasinn hefur það hlutverk að auka samkeppnishæfni og efla verðmætasköpun í breiðu samstarfi ólíkra fyrirtækja sem spanna virðiskeðju ferðaþjónustunnar.
Framundan eru spennandi verkefni sem kalla á sköpunarkraft, frumkvæði og framúrskarandi þjónustulund. Við leitum að einstaklingi sem brennur fyrir ferðaþjónustu, á auðvelt með að vinna sjálfstætt, getur miðlað upplýsingum í máli og myndum og sér tækifæri í því að þróast í starfi.
Umsókn óskast send fyrir kl 16, 16.mars á icelandtourism@icelandtourism.is, upplýsingar veitir framkvæmdastjóri, Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, s: 861-7595. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.