fbpx

Vilt þú hafa áhrif?

Haustið 2022 hófst vinna við uppfærslu á stefnuramma ferðaþjónustunnar til 2030 sem lauk í byrjun árs 2023. Framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu er að vera leiðandi í sjálfbærri þróun á grunni efnahags-, umhverfis- og samfélagslegs jafnvægis. Í því felst að ferðaþjónustan sé arðsöm og samkeppnishæf í sátt við land og þjóð, að ferðaþjónustan stuðli að bættum lífskjörum og hagsæld á Íslandi og að ferðaþjónustan sé þekkt fyrir sjálfbæra þróun, gæði og einstaka upplifun. Í uppfærðum stefnuramma ferðaþjónustunnar til 2030 eru 12 áherslur sem deilast á lykilstoðirnar fjórar; efnahag, samfélag, umhverfi og gesti. Aðgerðaáætlunin mun fylgja eftir þeirri framtíðarsýn, markmiðum og áherslum sem koma fram í ferðaþjónustustefnu til 2030.

Ferðaþjónustan er ein af stærstu atvinnugreinum á Íslandi og mikilvægur drifkraftur hagvaxtar. Fjöldi ferðamanna óx úr tæplega 500 þúsund árið 2010 í rúmar 2,3 milljónir árið 2018 þegar mest var. Árið 2023 er gert ráð fyrir að fjöldi ferðamanna verði svipaður og fyrir heimsfaraldur. Samhliða þessu hefur hlutur ferðaþjónustunnar í landsframleiðslu vaxið mjög en árið 2022 nam hann 7,8% og útgjöld erlendra ferðamanna námu 390,4 milljörðum króna. Um 35 þúsund einstaklingar starfa við ferðaþjónustu á Íslandi.

Vilt þú hafa áhrif?

Hópar:

Við viljum gjarnan fá ábendingar, hugmyndir og tillögur sem tengjast vinnu við ferðamálastefnu til 2030

Smelltu á þann starfshóp sem þú vilt koma erindi til.