fbpx

Nýarsmálstofa ferðaþjónustunnar – við þurfum að fá að heyra þína rödd.

Könnun á stöðu og framtíðarhorfum ferðaþjónustunnar 2023.

Kæri stjórnandi í ferðaþjónustu.

Það má segja að árið 2022 hafi verið árið sem við fengum ferðafrelsið tilbaka að mestu leyti eftir fordæmalaus tvö ár þar á undan. Í upphafi næsta árs blása Íslenski ferðaklasinn, KPMG og Samtök ferðaþjónustunnar til árlegrar nýársmálstofu þar sem staðan verður greind og horft til framtíðar. Nýársmálstofan verður haldin þann 20. janúar kl. 10:00 í húsakynnum Samtaka ferðaþjónustunnar að Borgartúni 35. Meðfylgjandi er netkönnun sem við biðjum þig að svara. Niðurstöður hennar verða kynntar á málstofunni. KPMG sér um úrvinnslu könnunarinnar en hún er nafnlaus og svör því ekki rekjanleg til einstakra þátttakenda. Könnunin er gerð árlega og til að tryggja samanburð milli ára biðjum við þig að svara öllum spurningum. 

Það er fljótlegt að svara könnuninni – tekur innan við 10 mínútur.

Vinsamlegst svarið henni sem fyrst en í síðasta lagi fimmtudaginn 12. janúar 2023.  Takk fyrir þátttökuna.<