Okkur er það innilega ljúft að segja frá því að Rakel Theodórsdóttir hefur verið ráðin í verkefnateymi Íslenska ferðaklasans. Framundan eru spennandi verkefni sem við fáum að njóta reynslu og þekkingar sem Rakel býr yfir en hún hefur á síðustu árum unnið ötullega í að innleiða gæði og fagmennsku í ferðaþjónustu í gegnum störf sín hjá Friðheimum. Rakel er með breiða menntun og starfsreynslu sem nær allt frá tækni og tölvuheimum yfir í markaðs, sölu, sjálfbærni og gæðamál. Rakel er með BSc menntun í ferðamálafræðum frá Háskóla
Íslands en útskrifaðist einnig með viðskiptafræði sem aukagrein með áherslu á
stjórnun og forystu.
Ferðaklasinn er á flugi inní nýja tíma og leggur mikla áherslu á að efla greinina þegar kemur að nýsköpun, sjálfbærni og stafrænni hæfni. Við hlökkum til að takast á við nýjar áskoranir með ykkur, enn betur búin en nokkru sinni þegar kemur að mannauð og reynslu.