fbpx

Hús Ferðaklasans

Um húsnæðið

Húsnæðið býður uppá skapandi vinnuumhverfi fyrir frumkvöðla og lítil og meðalstór fyrirtæki sem starfa við þróun og uppbyggingu í ferðaþjónustu, menningu og listum.

Hús ferðaklasans er staðfestt á Fiskislóð 10, mitt í hringiðju vinsælla veitingastaða, afþreyingar fyrir ferðamenn, fjölda listagallería og ýmisskonar þjónustufyrirtækja.

Hús ferðaklsans er vettvangur fyrir öflug fyrirtæki þar sem suðupottur nýrra hugmynda ásamt þátttöku aðila í ólíkum verkefnum verður til. Með því að opna þessar nýju dyr er komin forsenda fyrir aukinni samkeppnishæfni og verðmætasköpun til lengri tíma. Þetta hefur Íslenski sjávarklasinn sýnt frammá með ótal dæmum um farsæl verkefni innan veggja húsnæðisins þar sem ólíkir aðilar hafa unnið saman að nýsköpunarverkefnum og frumkvöðlar fengið tækifæri á að vaxa og dafna í sterku tengslaneti.

Aðilar sem nýta aðstöðuna í húsinu hafa möguleika á að draga úr ýmsum kostnaði sem verður sameiginlegur í þessu umhverfi eins og t.d internet, prentun, te og kaffi, eldhúsaðstaða, þrif og fundarrými svo eitthvað sé nefnt.