fbpx

Ratsjáin á höfuðborgarsvæðinu 2021 – opið fyrir umsóknir

Ferðaþjónusta er nú í dauðafæri til að ræsa sínar mikilvægu vélar að nýju þegar sér fyrir endan á heimsfaraldri og himnarnir opnast á ný. Verum ekki bara viðbúin því sem kemur heldur ákveðum hvert við viljum fara og á hvaða forsendum. Tækifæri til sóknar á forsendum áfangastaðanna sjálfra hefur aldrei verið eins mikið og aðkallandi. Sameiginlega tökumst við á við áskoranirnar framundan og saman munum við fagna komandi sigrum. 

 

Ljóst er að fyrirtæki í virðiskeðju ferðaþjónustunnar hafa verið í miklum ólgusjó sem vonandi fer að sjá fyrir endann á. Á næstu vikum og mánuðum er lykilatriði að halda fast um taumana, nýta sér þau úrræði sem í boði eru af hendi stjórnvalda ásamt því að nýta tímann til að efla nýsköpun, vöruþróun og stafræna ferla fyrirtækisins. 

 

Ratsjáin er ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og getu til að þróa vörur og þjónustu. Íslenski ferðaklasinn leiðir verkefnið í samstarfi við RATA og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ásamt stuðningi frá Ferðamálasamtökum höfuðborgarsvæðisins.

 

Ratsjáin mun snerta á helstu áskorunum sem fyrirtækjaeigendur standa frammi fyrir í dag en endanleg dagskrá mun vera unnin í samstarfi við þátttakendur sem geta með kosningu haft áhrif á þá efnisþætti sem teknir verða fyrir. Listi yfir mögulega efnisþætti er að finna inní umsóknarforminu hér. 

Meðal efnisþátta sem verða í boði eru:

  • Nýsköpun og vöruþróun
  • Markaðsmál og markhópar
  • Sjálfbærni og ábyrg ferðaþjónusta, stafræn þróun og tæknibylting fyrirtækja
  • Breyttir tímar og tækifærin – kaupákvörðunarhringurinn
  • Draumur stofnenda – tilgangur og markmiðasetning
  • Heimasíður – hvernig skarar síðan mín fram úr?
  • Jákvæð sálfræði
  • Breytingastjórnun
  • Vörumerkjastjórnun
  • Endurhugsaðu viðskiptamódelið
  • Skapandi hugsun sem verkfæri til framfara
  • Samkeppnishæfni og sérstöðugreining, svo dæmi séu tekin.

Umsóknarfrestur er til 31. mars og verkefnið hefst með kynningafundi 13. apríl kl 15:00. Ratsjáin hefst svo formlega 20. apríl og lýkur 6. Október með hléi yfir sumarmánuði.  Ratsjáin samanstendur af 7 lotum með heimafundum/jafningjaráðgjöf, fræðslu og erindum, verkefnavinnu og ráðgjöf.

Þátttökugjald í Ratsjána er 20.000 kr per fyrirtæki.