fbpx

ÍSLENSKI FERÐAKLASINN

Hlutverk félagsins er að efla samkeppnishæfni
og auka verðmætasköpun íslenskrar ferðaþjónustu.

Ratsjáin 2021

Landshlutasamtök sjö landsvæða á Íslandi hafa tekið sig saman um að bjóða stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum þátttöku í nýrri útgáfu af Ratsjánni, samtengdu verkefni sem hefst í upphafi árs 2021.

Ratsjáin er ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og getu til að þróa vörur og þjónustu. Íslenski ferðaklasinn leiðir verkefnið í samstarfi við RATA og tengiliði frá landshlutasamtökum sveitarfélaga á Austurlandi, Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra, Vestfjörðum, Vesturlandi, Reykjanesi og Suðurlandi.

Opið er fyrir umsóknir! Hægt er að skrá sig hér.

Ábyrg Ferðaþjónusta

Hvatningarverkefni um að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki sammælist um nokkrar skýrar og einfaldar aðgerðir um ábyrga ferðaþjónustu.

Facebook

Asta Kristin Sigurjonsdottir framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans mætti í viðtal hjá Lindu Blöndal á Hringbraut á dögunum og ræddi m.a um stöðu mála í greininni okkar.
Fyrirtæki í ferðaþjónustu standa nú í sterkum mótvindi, sæta gagnrýni fyrir miklar fjárfestingar og hraðan vöxt en eiga engu að síður að standa undir hagsæld til framtíðar og auknum lífskjörum í samfélaginu almennt. Til þess að svo megi vera þarf ótal margt að ganga upp. Við treystum enn á að stjórnvöld standi vörð um að koma að öflugri viðspyrnu og að hugsað verði um alla anga ferðaþjónustunnar.
Okkar hlutverk er að standa með fyrirtækjunum í að verða enn öflugri og samkeppnishæfari í daglegum rekstri og setjum í fluggírinn á öllum vígstöðvum. Ferðaklasinn í samstarfi við RATA og sjö öflug landshlutasamtök standa fyrir nýsköpunarhraðlinum RATSJÁIN - fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu og tengdum greinum fyrir starfandi fyrirtæki í ferðaþjónustu og tengdum greinum en umsóknarfrestur til þátttöku rennur út 1.desember.
... See MoreSee Less

View on Facebook

RATSJÁIN - Kynningafundur ... See MoreSee Less

View on Facebook

Minnum á kynningafund á RATSJÁNNI sem fram núna rétt á eftir eða kl 11:00

Tjúnið inn!

www.facebook.com/events/2531890897108933
... See MoreSee Less

View on Facebook
Viðburðir

Komandi Viðburðir

Viðburðir List Navigation

Dagur Ábyrgrar ferðaþjónustu

desember 1@ 8:00 f.h. - desember 31@ 5:00 e.h.

Í desember á hverju ári höldum við dag Ábyrgrar ferðaþjónustu. Þá er tækifæri fyrir þátttakendur í verkefninu að hittast, bera saman bækur sínar og fá innsýn í nýjar aðferðir, nýjar áherslur og stöðu verkefnisins. Við þetta tækifæri er eitt fyrirmyndar fyrirtæki í Ábyrgri ferðaþjónustu verðlaunað en verndari verkefnisins, Guðni Th. Jóhannesson verndari verkefnisins afhendir verðlaunin. Nánari tímasetning birtist þegar nær dregur

IcelandTravelTech 2021

maí 12, 2021@ 8:00 f.h. - 5:00 e.h.

Í maí á hverju ári heldur Íslenski ferðaklasinn og Ferðamálastofa IcelandTravelTech. Með verkefninu er ætlunin að auka áherslu á tækni í íslenskri ferðaþjónustu. Nánari tímasetning verður auglýst síðar

+ Export Events
„Coming together is the beginning, 
Keeping together is progress, 
Working together is success.“ 
Henry Ford
Klasafélagar

Viltu vera félagi ferðaklasans?