fbpx

Welcoming Chinese Tourists in Iceland

Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Welcoming Chinese Tourists in Iceland

mars 13, 2019@ 5:30 e.h.

Erindið flutt á ensku – Lecture will be in English.

Árið 2018 komu næstum 90.000 kínverskir ferðamenn til landsins. Samkvæmt framtíðarspám mun fjöldinn halda áfram að aukast með hugsanlegu beinu flugi frá Kína og auknum fjölda Kínverja með vegabréf. Í dag eru aðeins um 10% kínversku þjóðarinnar með vegabréf – um 100 milljón manns. Margir hafa hug á því að ferðast til einstakra áfangastaða eins og til Íslands.

Rannsóknir sýna að þegar Kínverjar ferðast erlendis eyða þér háum fjárhæðum til gjafakaupa, í dagsferðir og á veitingastöðum. Þetta er nýr hluti markaðarins innan ferðamannabransans.

Danielle Neben, markaðsstjóri ePassi á Íslandi, mun fjalla um hvernig best sé að taka vel á móti kínverskum ferðamönnum á Íslandi. Umræðuefni hennar snýr að markaðssetningu, farsímagreiðslum og kínverskri menningu.

Danielle hefur mikla reynslu af því að starfa með Kínverjum. Hún starfaði hjá HSBC (the Hong Kong Shanghai Banking Corporation) í 20 ár og bjó sjálf í Taívan og Singapore, auk þess sem hún stundaði viðskipti í Hong Kong og á meginlandi Kína. Nú býr hún í Mosfellsbæ með eiginmanni og tveim börnum.

Auk þess að vera markasðstjóri ePassi á Íslandi, situr hún einnig í stjórn HB Granda, Meniga og Monerium. Hún sat einnig áður í stjórn Landsbankans (frá 2013-2017).

Þessi viðburður er á vegum Kínversk-íslenska menningarfélagsins og Konfúsíusarstofnuninnar Norðurljósa, sem býður einnig upp á ókeypis veitingar. Hann verður haldinn fimmtudaginn 13. mars 2019 kl. 17:30 – í stofu VHV-008, sem er í kjallara Veraldar, húsi Vigdísar, að Brynjólfsgötu 1, Reykjavík. Næg frí bílastæði eru við bygginguna.

Upplýsingar

Dagsetn:
mars 13, 2019
Tími
5:30 e.h.

Staðsetning

Hús Vigdísar