fbpx

Vinnustofa í Rússlandi fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu

Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Vinnustofa í Rússlandi fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu

maí 16

Íslandsstofa stendur fyrir vinnustofu í Rússlandi fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu þann 16. maí nk. Vinnustofan verður haldin í sendiherrabústað Íslands í Moskvu.

Á vinnustofunni gefst íslenskum fyrirtækjum gott tækifæri til að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum við innlenda ferðaþjónustuaðila. Haldin verður stutt kynning um áfangastaðinn Ísland fyrir gesti svo og kynning á rússneska markaðinum fyrir íslensku fyrirtækin.

Verð og skráning
Kostnaður fyrir vinnustofuna er að hámarki kr. 170.000 á fyrirtæki (1-2 starfsmenn). Athugið að ferðakostnaður er ekki innifalinn í verði.
Athugið einnig að fjöldi þátttakenda er takmarkaður.
Reiknað er með að hópurinn gisti og ferðist saman.

Áhugasamir um þátttöku eru beðnir um að fylla út meðfylgjandi skráningarform fyrir 6. febrúar.

Nánari upplýsingar veitir Oddný Arnarsdóttir, oddny@islandsstofa.is eða í síma 511 4000.

Upplýsingar

Dagsetn:
maí 16