fbpx

Út í geim og aftur heim – framtíð ferðaþjónustu

Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Út í geim og aftur heim – framtíð ferðaþjónustu

febrúar 6, 2019@ 5:00 e.h. - 6:00 e.h.

Ferðaþjónusta á Íslandi hefur undanfarin ár vaxið með gígantískum hraða en í ár hefur farið að örla á hægari vexti. Hvað þá?

Miðvikudaginn 6. febrúar kl. 17:00 verður skoðað með hjálp vel valdra fyrirlesara hvernig jafnvægi í vexti geti stuðlað að því að íslensk ferðaþjónusta komi aftur „heim“ og verður sömuleiðis skoðað hvernig sú þróun geti verið framtíðinni til farsældar, með sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi.

Fyrirlesarar viðburðarins hafa ólíkan bakgrunn en eiga það sameiginlegt að skoða og rannsaka það sem er jafnan talið fjarri mannkyni; framtíðin og alheimurinn. Er það samt svo fjarri?

Helga Jósepsdóttir er framtíðarfræðingur með yfir 10 ára reynslu af stjórnun á sviði nýsköpunar, hönnunar og skapandi kennslu.

Sævar Helgi Bragason er stjörnufræðingur og hefur starfað ötullega við vísindamiðlun hjá Háskóla Íslands.

Veitingar í boði og öll velkomin.
Við hlökkum til að taka á móti ykkur!

_____________

Fyrirtækin tíu sem taka þátt í Startup Tourism munu kynna starfsemi sína á viðburðinum og eru eftirfarandi

BusTravel IT – Hugbúnaðarlausn sem eykur ánægju viðskiptavina og skilvirkni í rekstri.

Film Trip – Stafrænn ferðavísir sem gægist bakvið tjöldin á kvikmyndatökustöðum landsins

GeoGardens – Samræktargróðurhús og veitingastaður á Hellisheiði

HandPicked Iceland – Leiðarvísir með ekta íslenskum upplifunum sem stuðla að grænni ferðamennsku

Iceland Bike Farm – Fjallahjólreiðar og einstök upplifun hjá hjólabændunum í Mörtungu

Iceland Outfitters – Faglegar og vinalegar veiðiferðir

Iceland Sports Travel -Sérhæfð íþróttaferðaskrifstofa með áherslu á ferðir íþróttahópa til Íslands

Selfie Station – Myndaupplifun við helstu kennileiti Íslands

Venture North – Ferðaþjónusta á Norðurlandi sem býður upp á ævintýraferðir á róðrabrettum

Wapp-Walking app – Leiðsagnarapp með fjölbreyttum leiðarlýsingum um allt land

Viðburðurinn verður í beinni á Facebook síðu Startup Tourism:
www.facebook.com/StartupTourism
_____________

Startup Tourism er viðskiptahraðall fyrir nýjar hugmyndir og fyrirtæki í ferðaþjónustu. Bakhjarlar verkefnisins eru Blue Lagoon Iceland, Íslandsbanki, Isavia og Vodafone IS. Samstarfsaðili verkefnisins er Íslenski ferðaklasinn / Iceland Tourism og um framkvæmd sér Icelandic Startups.

www.startuptourism.is

Upplýsingar

Dagsetn:
febrúar 6, 2019
Tími
5:00 e.h. - 6:00 e.h.