fbpx

Sviðsmyndir fyrir íslenska ferðaþjónustu

Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Sviðsmyndir fyrir íslenska ferðaþjónustu

október 28, 2020@ 9:00 f.h. - 10:30 e.h.

Ágæti viðtakandi,

Miðvikudaginn 28. október frá kl. 9:00-10:30 halda KPMG, Ferðamálastofa og Stjórnstöð ferðamála, rafrænan kynningarfund á sviðsmyndum um starfsumhverfi íslenskrar ferðaþjónustu á komandi misserum. Sviðsmyndirnar voru gerðar með aðkomu aðila með sérþekkingu á starfsumhverfi greinarinnar.

Markmið þessarar vinnu er að draga fram þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir þannig að hægt sé að meta, og forgangsraða viðeigandi aðgerðum svo samræmi sé milli ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífs um þær.

Dagskrá:

Opnun og kynning
Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri

Erindi ráðherra
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra

Kynning KPMG á sviðsmyndunum
Sævar Kristinsson og Steinþór Pálsson, sérfræðingar KPMG

Pallborð
Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka, Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair og Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka.

Fundinum verður streymt á Youtube hlekk sem sendur verður til skráðra þátttakenda á þriðjudag. Hér má skrá sig á fundinn.

KPMG, Ferðamálastofa og Stjórnstöð ferðamála

Upplýsingar

Dagsetn:
október 28, 2020
Tími
9:00 f.h. - 10:30 e.h.
Vefsíða:
https://kpmg.wufoo.com/forms/kynningarfundur-a-sviasmyndum-asl-feraaajanustu/