fbpx

Starfsánægja í ferðaþjónustu

Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Starfsánægja í ferðaþjónustu

apríl 30@ 12:10 e.h. - 1:00 e.h.

Kynntar verða niðurstöður nýrrar rannsóknar um starfsánægju í ferðaþjónustu.

Reglulega í vetur verða haldnir hádegisfyrirlestrar á vegum Ferðamálastofu í samvinnu við Íslenska ferðaklasann og fara fram í í húsnæði hans að Fiskislóð 10, 2. hæð. Kynningunum er einnig streymt beint og upptaka gerð aðgengileg á netinu.

Boðið er upp á léttan hádegisverð og er því fólk beðið um að skrá sig á hlekknum hér að neðan:
https://www.ferdamalastofa.is/is/moya/formbuilder/index/index/skraning-a-hadegisfyrirlestur-starfsanaegja-i-ferdathjonustu

Um rannsóknina:
Eitt af markmiðunum sem sett eru fram í stefnu stjórnvalda (Vegvísir í ferðaþjónustu) varðar mat á árangri atvinnugreinarinnar. Skilgreind eru fjögur markmið. Eitt af þeim er jákvætt viðhorf til ferðaþjónustunnar og talið að hlutfall ánægðra starfsmanna í ferðaþjónustu gefi vísbendingar um það. Verkefnið sem hér um ræðir vaktar þennan skilgreinda mælikvarða með því að rannsaka sambandið á milli vinnuumhverfis og starfsánægju. Byggt er á alþjóðlega viðurkenndri aðferð til að mæla starfsánægju í þjónustugreinum sem býður jafnframt uppá greiningu á hvað starfsmenn eru ánægðir eða óánægðir með. Greind er ánægja með laun, möguleika á framvindu í starfi, fríðindi, vinnuumhverfi, samstarfsmenn, eðli starfsins og samskipti á vinnustað.

Upplýsingar

Dagsetn:
apríl 30
Tími
12:10 e.h. - 1:00 e.h.