fbpx

IcelandTravelTech

Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

IcelandTravelTech

nóvember 29, 2018@ 1:00 e.h. - 3:00 e.h.

Hvað græði ég á tækni? Hvernig aukum við arðsemi með nýsköpun? Hvað getur ferðaþjónusta lært af Kísildalnum? Getur tæknin einfaldað líf þitt? Hvaða tækifæri felast í aukinni upplýsingatækni fyrir ferðaþjónustu? Þessum spurningum verður leitast við að svara í þremur erindum en það eru þau Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Travelade, Soffía Kristín Þórðardóttir forstöðumaður ferðalausna hjá Origo og Arnar Laufdal Ólafsson framkvæmdastjóri Kaptio sem munu deila sinni reynslu og þekkingu.

Sjö tæknifyrirtækjum í ferðaþjónustu gefst kostur á tveggja mínútna örkynningu á sinni þjónustu eða vöru ásamt því að í boði verður að hafa kynningabás í andyri. Áhuasömum er bent á að hafa samband við Árna Frey, verkefnastjóra hjá Ferðaklasanum á netfangið arni@icelandtourism.is.

Að loknum örerindum munu Andri, Soffía, Arnar, Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir frá Reykjavík Excurisions/Kynnisferðir og Hjalti Pálsson framkvæmdastjóri hjá Bókun setjast í pallborð.

Ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð mun opna ráðstefnuna sem fram fer í Arion Banka, Borgartúni 19 kl 13 -15.

Léttar kaffiveitingar í boði Arion banka

Ráðstefnan er skipulögð af þróunarhópi nýsköpunar og tækni hjá Ferðaklasanum í samstarfi við Ferðamálastofu

Upplýsingar

Dagsetn:
nóvember 29, 2018
Tími
1:00 e.h. - 3:00 e.h.

Staðsetning

Arion banki