fbpx

IcelandTravelTech 2021

Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

IcelandTravelTech 2021

júní 3, 2021@ 1:00 e.h. - 4:00 e.h.

Við bjóðum til stafrænnar tækniveislu fyrir aðila í ferðaþjónustu sem fram fer í Grósku þann 3.júní kl 13:00 en viðburðurinn verður einnig í beinu streymi.

Ferðamálastofa og Íslenski Ferðaklasinn hafa fengið til liðs við sig frábæra fyrirlesara sem munu fjalla um allt frá notkun Tik Tok í markaðsstarfi til bálkakeðja og hvernig þær geta aukið traust ferðamanna til áfangastaða. Meðal fyrirlesara verða Ása Steinarsdóttir sem veitir fyrirtækjum um víða veröld ráðgjöf um notkun samfélagsmiðla í markaðssetningu, Anthony Day frá IBM, Robyn Phaedra Mitchell frá Hybrid Hospitality, Haukur Birgisson frá Godo og Filip Gielda frá Visit Greenland sem mun segja frá nýrri norrænni upplýsingaveitu fyrir ferðaþjónustuaðila. Þá mun Tryggvi Hjaltason frá CCP einnig fjalla um upplifunarhönnun og hvað ferðaþjónustan getur lært af tölvuleikjahönnuðum, hvernig við stýrum mögulegri hegðun og hvernig við nýtum notendaupplýsingar og gögn til að þróa enn betur upplifun og þjónustu.

 

SKRÁNING Á ICELAND TRAVEL TECH 2021

 

 

Upplýsingar

Dagsetn:
júní 3, 2021
Tími
1:00 e.h. - 4:00 e.h.
Viðburður Category:
Vefsíða:
https://forms.gle/G11SL9eRDNKy7Gcp6