fbpx

HVAÐA ÞÆTTIR HÖFÐU ÁHRIF Á SEIGLU FERÐAÞJÓNUSTUNNAR VIÐ STÓRÁFALL – FYRIRLESTUR OG SKÝRSLA

Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

HVAÐA ÞÆTTIR HÖFÐU ÁHRIF Á SEIGLU FERÐAÞJÓNUSTUNNAR VIÐ STÓRÁFALL – FYRIRLESTUR OG SKÝRSLA

maí 10, 2022@ 11:00 f.h. - 11:40 e.h.

Næsti fyrirlestur í fyrirlestraseríu Ferðamálastofu og Ferðaklasans verður haldinn þriðjudaginn 10. maí næstkomandi, kl. 11:00-11:40 um netið á Facebook. Hann verður gerður aðgengilegur síðar sama dag á vefsíðu Ferðamálastofu ásamt skriflegri greiningu á því viðfangsefni og fyrirlesturinn fjallar um, upplifun og reynslu ferðaþjónustufyrirtækja af því að takast á við það krísuástand sem kórónuveirufaraldurinn skapaði.

Fyrirlesturinn og skýrslan er að þessu sinni á vegum teymis hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála. Fyrirlesari er Íris Hrund Halldórsdóttir hjá RMF. Viðfangsefnið er áhugavert og mikilvægt fyrir hagaðila ferðaþjónustunnar á Íslandi til skemmri og lengri tíma.

Upplifun og reynsla ferðaþjónustufyrirtækja af því að takast á við krísuástand

Megináherslan er á upplifun og reynslu eigenda og stjórnenda ferðaþjónustufyrirtækja af því að takast á við það krísuástand sem kórónuveirufaraldurinn skapaði, byggt á frumgögnum úr eigindlegri rannsókn á meðal ferðaþjónustufyrirtækja og stoðkerfis þeirra, einkum hjá sveitarfélögum. Markmiðið er að dýpka skilning á hvaða helstu þættir styðja við eða draga úr seiglu og viðnámsþrótti ferðaþjónustunnar þegar skyndileg og stór áföll ríða yfir hana, svo læra með af reynslunni til að efla seiglu greinarinnar og mæta framtíðaráföllum með sem öflugustum hætti.

Fjárhagsleg staða og stuðningsaðgerðir

Meðal annars er rýnt í hvernig mismunandi fjárhagsleg staða ferðaþjónustufyrirtækja, eðli rekstrar og umfang, aðgengi að fjármagni og staðsetning ásamt fleiru höfðu áhrif á getu þeirra til að ráða við afleiðingar faraldursins. Einnig er fengið fram hvaða stuðningsaðgerðir stjórnvalda voru best heppnaðar frá sjónarhóli fyrirtækjanna og hvað þau gagnrýna við framkvæmd þeirra. Þá er komið inn á að andlegt álag, kvíði og vonleysi á meðal rekstraraðila vegna áfallsins er ástand sem ekki hefur fengið næga athygli og getur haft áhrif á viðpyrnuhorfur greinarinnar.

Til að fara á fundarsvæði viðburðarins, smellið hér.

Upplýsingar

Dagsetn:
maí 10, 2022
Tími
11:00 f.h. - 11:40 e.h.