fbpx

Áhrif Airbnb á húsnæðismarkaðinn á Höfuðborgarsvæðinu

Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Áhrif Airbnb á húsnæðismarkaðinn á Höfuðborgarsvæðinu

maí 3, 2019@ 12:00 e.h. - 1:00 e.h.

Í hádeginu næsta föstudag bjóða Höfuðborgarstofa og Ferðamálastofa til kynningar á niðurstöðum rannsóknar á áhrifum Airbnb á húsnæðismarkaðinn.

Þar mun Dr. Anne-Cécile Mermet, borgarlandfræðingur og lektor við Sorbonne háskóla í París, kynna niðurstöður rannsóknar á áhrifum Airbnb á húsnæðismarkaðinn á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Verkefnið hafði tvíþætt markmið. Annars vegar var gerð tölfræðileg úttekt á þróun framboðs og landfræðilegri dreifingu Airbnb á Höfuðborgarsvæðinu á árunum 2016-2018 og kannað hversu stórt hlutfall framboðsins hafði tilskilið leyfi. Hins vegar var gerð eigindleg rannsókn á hvaða forsendum leigusalar starfrækja Airbnb á Höfuðborgarsvæðinu, hvaða áhrif starfssemi þeirra hefur haft á húsnæðismarkaðinn og hvaða áhrif það hefur haft í för með sér fyrir heimamenn.

Verkefnið var styrkt af Ferðamálastofu og Íbúðalánasjóði.

Kynningin fer fram í Tjarnarsal Ráðhússins föstudaginn 3.maí kl. 12-13.

Öll velkomin!

Upplýsingar

Dagsetn:
maí 3, 2019
Tími
12:00 e.h. - 1:00 e.h.

Staðsetning

Ráðhús Reykjavíkur
Iceland + Google Map