fbpx

Áfram MICEland!

Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Áfram MICEland!

september 5, 2019@ 1:00 e.h. - 5:00 e.h.

5. september næstkomandi munu SAF og Meet in Reykjavík standa fyrir hálfs dags ráðstefnu á Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni “Áfram MICE-Land”

Ráðstefnan verður tvískipt: kl. 13:00 er vinnustofa einungis opin aðildarfélögum Meet in Reykjavík og kl. 15:00 bjóða Meet in Reykjavík og Samtök ferðaþjónustunnar til fundar um um vöxt, tækifæri og leitni í ráðstefnu-, viðburða og hvataferðaþjónustu hér á landi.

Skráning á fundinn fer fram hér: https://bit.ly/2NEKzxC

Dagskrá:

13:00-15:00 Vinnustofa

15:00-15:30 Kaffihlé

15:30-17:00 Fundur

17:00-18:00 Léttar veitingar og spjall

VINNUSTOFA 13:00-15:00

Vinnustofan er einungis opin aðildarfélögum Meet in Reykjavík; núverandi- og þeim sem hafa verið samþykktir í aðild á næsta ári. Skilyrði fyrir þátttöku er að vera búin að greiða aðildargjöld fyrir 31. ágúst 2019.
Fyrirkomulag er hraðstefnumót þar sem birgjar, hótel, afþreyingafyrirtæki og aðrir sem þjónusta MICE ferðamenn geta kynnt vöruframboð sitt og helstu nýjungar fyrir starfsfólki hjá ferðaskrifstofum og söluaðilum (DMC/PCO)
Birgjar geta verið með kynningarborð eða kynningarstand og boðið upp á það kynningarefni sem þeir kjósa. Starfsmenn DMC/PCO ganga á milli.
Hver fundur er 15 mín og við stefnum á að hver birgi nái að funda með öllum DMC/PCO.
Ef þið hafið spurningar þá endilega hafið samband við starfsmenn Meet in Reykjavík.
Þið skráið þátttöku á vinnustofu með því að senda póst á info@meetinreykjavik.is.

FUNDUR 15:30-17:00

Dagskrá:

Fundarstjóri: Jóhannes Þór skúlason, Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar

Verðmæti MICE-ferðamanna: Sigurjóna Sverrisdóttir, Framkvæmdastjóri Meet in Reykjavík

Vöxtur, nýsköpun og leitni í ráðstefnu-, viðburða og hvataferðaþjónustu: Dr. Rob Davidson flytur aðal erindi dagsins en hann hefur undanfarin 20 ár lagt stund á ráðgjafastörf, kennslu og rannsóknir á þróun viðskiptaferðamennsku.

Heiðursambassador Meet in Reykjavík: Arna Schram, Stjórnarformaður Meet in Reykjavík kynnir heiðursambassadir 2019

Ráðstefnuborgin Reykjavík: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Formaður Borgarráðs

Netagerð og veitingar: Í boði Meet in Reykjavík og SAF

Upplýsingar

Dagsetn:
september 5, 2019
Tími
1:00 e.h. - 5:00 e.h.