fbpx

GeoGardens í Ferðaklasanum

Kevin Joseph Dillman tók þátt í Startup Tourism 2019 með verkefnið Geo Gardens.

Með Geo Gardens er ætlunin að varpa ljósi á möguleika Íslands á að vera leiðandi á sviði sjálfbærni í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Sköpuð verður einstök matarupplifun í gróðurhúsi þar sem nýttar verða nýjar samræktunaraðferðir á Hengilsvæðinu við jarðvarmavirkjunina á Hellisheiði. Ferðamönnum og Íslendingum verður boðið að upplifa sjálfbæra ræktun og matarframleiðslu og þannig taka skref inn í framtíðina.

Stórt skref var tekið í verkefninu þegar Kevin reisti gróðurvegg í Húsi ferðaklasans á dögunum. Veggurinn hefur vakið talsverða athygli hjá gestum og gangandi undanfarið og er möguleiki á að koma og skoða vegginn ef áhugi er fyrir hendi.