fbpx

Virkjum hugvitið í ferðaþjónustu – námskeið og vinnuaðstaða

Á haustmánuðum býðst aðilum sem brenna fyrir nýsköpun og þróun í ferðaþjónustu vinnuaðstaða og ráðgjöf ásamt aðgengi að fimm fjölbreyttum vinnustofum á tímabilinu 15.ágúst – 31.október.

Verkefninu er stýrt af Íslenska ferðaklasanum í samstarfi við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Að verkefninu kemur fjöldi góðra aðila úr atvinnulífinu ásamt Ferðamálastofu, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Vinnumálastofnun og Icelandic Startups.

Vinnuaðstaðan er í Húsi ferðaklasans að Fiskislóð 10 þar sem fram fer fjölbreytt starfsemi ólíkra fyrirtækja í ferðaþjónustu af öllum stærðum og gerðum. Vinnustofur eru án staðsetningar en fara alla jafna fram í Húsi ferðaklasans nema um annað sé samið sérstaklega.

Við leitum eftir aðilum sem nú þegar eru komnir af stað og hafa þekkingu og eða reynslu af þróun viðskiptahugmyndar á sviði ferðaþjónustu,  og þeim sem eru algjörlega á byrjunarreit og þurfa stuðning við fyrstu skrefin. Þessu verkefni er sérstaklega ætlað að mæta þeim sem hafa orðið fyrir atvinnumissi á síðustu vikum eða mánuðum.

Með umsóknum skal fylgja:

  • Stutta lýsing á umsækjanda og fyrri störfum
  • Stutt frástögn af hugmynd og á hvaða stað/stigi hún er
  • Helstu væntingar í garð þessa verkefnis

Við lokum fyrir umsóknir 10.ágúst  og alls munu 20 aðilar geta nýtt sér vinnuaðstöðu en allt að 50 aðilar geta tekið þátt í vinnustofum á tímabilinu.

Fyrsta vinnustofan fer fram 20.ágúst frá kl 10 – 15 í Húsi ferðaklasans – Vöruþróun og nýsköpun

Umsjón: Hjörtur Smárason.

Hægt er að sækja um hér.

Allar nánari upplýsingar veitir Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans á netfanginu asta.kristin@icelandtourism.is